Ekki fleiri refsimál í uppsiglingu

Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, segir margt gagnrýnt við starfsemi sjóðsins …
Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, segir margt gagnrýnt við starfsemi sjóðsins og fasteignafélagsins í skýrslu Grant Thornton. mbl/Arnþór Birkisson

Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, segir að skýrsla Grant Thornton um starfsemi Gamma: Novus og Upphafs fasteignafélags staðfesti að eitthvað hafi misfarist í stjórnun hjá fyrri stjórnendum félagsins, en eignir sjóðsins voru færðar niður um 5,2 milljarða í fyrra eftir að Kvika tók Gamma yfir.

„Við tókum við síðasta haust og sáum að eitthvað hafði misfarist,“ segir Máni, en í kjölfarið var Grant Thornton fengið til að gera óháða úttekt á starfseminni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Upphafs hefur þegar verið kærður til lögreglu vegna málsins, en Máni staðfestir að félagið hafi ekki kært fleiri. „Það er ekki talið að frekari refsimál séu í uppsiglingu,“ segir hann, en tekur þó fram að í skýrslunni sé margt gagnrýnt í starfsemi sjóðsins og fasteignafélagsins.

„Það sem við gátum gert var að upplýsa fjárfesta fyrst og fremst. Við endurheimtum ekki tapið, Fjárfestarnir hafa þegar tapað fjárfestingunni,“ segir Máni, en viðbrögð þeirra sem tóku við segir hann að miðist við að tryggja þau verðmæti sem séu nú til staðar og að tryggja að þeir sem ábyrgð beri verði látnir sæta þeirri ábyrgð.

Í tilkynningu félagsins í dag vegna málsins kemur fram að félagið hafi hins vegar látið héraðssaksóknara vita af fleiri millifærslum samstarfsaðila Upphafs til framkvæmdastjórans. Spurður um hversu mörg fyrirtæki sé þar að ræða segist Atli ekki geta upplýst um það, en staðfestir að um sé að ræða fleira en eitt félag til viðbótar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK