Rifa seglin og segja upp 5.300 manns

AFP

Breska lyfjaverslunin Boots ætlar að segja upp rúmlega fjögur þúsund starfsmönnum vegna minnkandi sölu vegna kórónuveirunnar.

Í tilkynningu frá Boots kemur fram að farið verður í viðamikla endurskipulagningu í höfuðstöðvum sem og verslunum. Alls verður 48 Boots verslunum lokað.

Annað þekkt breskt fyrirtæki tilkynnti einnig um uppsaknir í dag en John Lewis vöruhúsið ætlar að segja upp 1.300 starfsmönnum.

Vöruhús John Lewis í Birmingham og Watford munu til að mynda ekki hefja starfsemi að nýju þegar dregið verður úr hömlum vegna kórónuveirunnar. Eins verður John Lewis At Home verslunum í Croydon, Newbury, Swindon og Tamworth lokað og á  Heathrow-flugvelli sem og St Pancras-lestarstöðinni.

John Lewis á Oxford Street.
John Lewis á Oxford Street. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK