Segir Trump hafa bjargað því sem bjargað varð

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Viðbrögð Donald Trumps, Bandaríkjaforseta, björguðu því sem bjargað varð við erfiðar aðstæður í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þannig veitti forsetinn fjárfestum og öðrum andrými til að bregðast við ógninni sem stafaði af veirunni. Þetta kemur fram í bréfi Dinakar Singh, eins stofnenda fjárfestingafyrirtækisins Axon Capital, til fjárfesta. 

„Með því að tala faraldurinn niður gaf hann fjárfestum í raun alveg ótrúlega gjöf. Það gaf mörkuðum tækifæri til að bregðast við og þeir héldu miklu lengur en þeir áttu að gera. Að auki gátu fjárfestar aðlagað sig og safnið sitt að aðstæðum,“ segir í bréfinu. 

Hvatti þjóðina til dáða

Forsetinn hefur áður sagt að hans hlutverk í upphafi faraldursins hafi verið að koma í veg fyrir geðshræringu og sundrun meðal bandarískra ríkisborgara. Hann hafi því þurft að taka að sér hlutverk einskonar klappstýru sem hvatti þegnanna til dáða í baráttunni. 

Að því er segir í fréttaskýringu Reuters um málið hafa eignir Axon Capital hækkað um 30% það sem af er ári. Til samanburðar hefur meðalávöxtun sambærilegra sjóða verið neikvæð um 3,5%. Með réttum viðbrögðum tókst sjóðnum að snúa afleiðingum faraldursins sér í vil. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK