Vilja semja við alla á næstu tíu dögum

Hlutafjárútboð Icelandair fer fram í næsta mánuði. Þar er ætlunin …
Hlutafjárútboð Icelandair fer fram í næsta mánuði. Þar er ætlunin að safna rúmlega 29 milljörðum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, Boeing og stjórnvöld fyrir lok mánaðar, áður en farið verður í hlutafjárútboð. Þetta segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair, í samtali við Fréttablaðið.

Haft er eftir Evu að lánardrottnarnir séu leigusalar, færsluhirðar, lánveitendur og „mótaðilar vegna olíuvarna“. Stjórnendur félagsins horfi til þess að semja við lánardrottna um lækkun afborgana og eiga í viðræðum við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara.

Eva segir aðspurð að Icelandair óski ekki eftir skuldbreytingu við lánardrottna, þ.e. að kröfum verði breytt í hlutafé. „Viðræðurnar snúast ekki um skuldbreytingu heldur erum við að horfa til þess að styrkja lausafjárstöðu félagsins með því að aðlaga afborganir að áætluðu sjóðsstreymi á meðan félagið flýgur lítið,“ segir Eva Sóley.

Vilja draga úr óvissu um Boeing-málið

Þá á Icelandair enn í viðræðum við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna sem ekki hafa flogið frá því í mars í fyrra. Félagið hefur yfir að ráða sex slíkum vélum, en hafði auk þess pantað tíu til viðbótar áður en þær voru kyrrsettar.

„Við erum að meta næstu skref gagnvart Boeing og teljum mikilvægt að draga eins mikið og hægt er úr óvissu hvað þetta varðar í aðdraganda hlutafjárútboðsins,“ segir Eva Sóley í samtali við Fréttablaðið.

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK