Kostur í nýtt hús og eykur vöruúrvalið

Tómas Gerald Sullenberger.
Tómas Gerald Sullenberger. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tómas Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri og eigandi Kostur.is, hyggst á næstu vikum auka úrvalið enn frekar í vefversluninni.

Tómas opnaði vefverslunina í byrjun ársins og var lagerinn fyrst um sinn í vöruhúsi í Vatnagörðum sem hann deildi með fleiri netverslunum.

Verslunin fór ágætlega af stað og var salan góð í faraldrinum.

Það átti sinn þátt í að Tómas fór að svipast um eftir leiguhúsnæði undir verslunina. Úr varð að taka á leigu 350 fermetra bil í Tónahvarfi 3 við Vatnsendahæð í Kópavogi.

Til að byrja með voru 80-100 vörur í boði á Kostur.is.

Vöruúrvalið jókst þegar önnur sending barst í vor. Þriðja sendingin leggur af stað sjóleiðina frá Bandaríkjunum í dag og áætlar Tómas að með henni muni vöruúrvalið tvöfaldast. Með haustinu komi svo fjórða sendingin með enn fleiri vörum.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK