Garðyrkjubændur auka sölu til verslana

EFtirspurn eftir íslensku grænmeti hefur verið góð það sem af …
EFtirspurn eftir íslensku grænmeti hefur verið góð það sem af er ári.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir vel hafa gengið að selja íslenskt grænmeti í kórónuveirufaraldrinum. Salan sé álíka mikil og í fyrra og afurðaverðið á svipuðu róli.

Eftir samkomubannið hafi salan til veitingastaða hrunið en að sama skapi aukist til smásöluverslana.

„Það hafa meira og minna allar afurðir í garðyrkjunni selst. Þannig að við höfum verið í ágætis málum í garðyrkjunni á þessum kórónuveirutímum,“ segir Gunnar.

Niðurgreiðslur styrkja rekstur

Hann segir auknar niðurgreiðslur á raforku til garðyrkjubænda, sem samþykktar voru í vor, einnig hafa komið garðyrkjubændum vel. Þær hafi styrkt rekstrargrundvöllinn en einnig var aukið við stuðning við útiræktað grænmeti. Ræktunin sé dýr. M.a. þurfi að handfjatla meira og minna allar afurðir sem vaxa yfir jörðu, svo sem hvítkál og blómkál.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK