Jósef vann virt hagfræðiverðlaun

Jósef Sigurðsson hagfræðingur.
Jósef Sigurðsson hagfræðingur. Ljósmynd/Aðsend

Jósef Sigurðsson, doktor í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og kennari við Bocconi háskólann á Ítalíu, vann á föstudag Peggy and Richard Musgraverðlaunin á 76. ráðstefnu Alþjóðastofnunarinnar um opinber fjármál (IIPF). 

Verðlaunin fékk Jósef fyrir fræðigrein sína sem ber tiltilinn „Labour Supply Responses and Adjustment Frictions: A Tax-Free Year in Iceland“, sem hann kynnti á áðurnefndri ráðstefnu. 

IIPF eru alþjóðleg samtök hagfræðinga sem vinna með margvíslegum hætti að viðfangsefnum sem tengjast opinberum fjármálum. Samtökin voru stofnuð í París árið 1937 og eru félagsmenn um 750 frá 50 löndum. 76. árlega ráðstefna samtakanna átti að fara fram í Reykjavík, en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór hún fram rafrænt í samstarfi við hagfræðideild og félagsvísindasvið Háskóla Íslands. 

Stefnt er að því að halda ráðstefnuna í Reykjavík að ári ef aðstæður leyfa. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK