Kaupa útrunnin gjafabréf

Ari Steinarsson, annar stofnenda YAY.
Ari Steinarsson, annar stofnenda YAY. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið YAY, sem heldur utan um samnefnt smáforrit, býðst nú til að kaupa útrunnin gjafabréf af hvaða tagi sem er af notendum sínum í skiptum fyrir 1.500 króna inneign. Er þetta gert í kynningarskyni, en YAY er gjafakortasmáforrit sem einfaldar alla umsýslu á gjafabréfum með því að rafvæða þau.

„Með þessu erum við að sýna fram á hversu oft þessi gamla og úrelta tegund gjafabréfa, eins og við þekkjum í dag, glatast og umtalsverð verðmæti með. Þá á ég við gjafabréfin sem eru í pappírs- eða plastformi sem við stingum upp í skáp. Ég tel að við eigum eftir að gjörbylta því hvernig fólk gefur, þiggur, kaupir, selur og skiptir gjöfum,“ segir Ari Steinarsson, annar stofnenda YAY. Í dag eru 76 fyrirtæki í samstarfi við YAY, og geta notendur því notað gjafabréfin sín í ýmsar vörur og þjónustu.

Ein nýjung sem YAY vinnur nú að er opnun fyrir góðgerðarmál í smáforritinu, en nú þegar hafa nokkrar stofnanir staðfest þátttöku sína. „Þau taka mjög vel í þetta. Þetta er mjög góð viðbót og við tökum ekkert fyrir þetta,“ segir Ari í samtali við mbl.is.

Góðgerðarfélög sem staðfest hafa þátttöku sína í YAY eru:

Barnaheill,

Bjarkarhlíð,

Bjarmahlíð,

Höttur, barnaverndarfélag,

UN Women og

SOS barnaþorpin.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK