Starfsleyfi GAJA gefið út

GAJa, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.
GAJa, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. Leyfið gildir til 20. október 2036.

Með tilkomu GAJU verður urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu hætt. Með vinnslunni í GAJA eru bæði orkan og næringarefnin sem felast í lífrænum heimilisúrgangi endurheimt og næringarefnunum skilað aftur inn í hringrásarhagkerfið, að því er segir í tilkynningu frá Sorpu.

„Að hætta að urða lífrænan úrgang frá höfuðborgarsvæðinu er gríðarstórt loftslagsmál sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 90.000 tonnum af koltvísýringi á ári. Það samsvarar tæpum 10% af markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030,“ segir ennfremur. 

Starfsleyfi GAJU má nálgast á hér. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK