Von um að komast af lista

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Árni Sæberg

Fatf, alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, mun funda á föstudag um það hvort Ísland komist af hinum svokallaða „gráa lista“ sem landið komst á síðastliðið haust þegar ljóst þótti að stjórnvöld hefðu ekki getað sýnt fram á að peningaþvættisvarnir hér á landi væru í samræmi við kröfur hópsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra upplýsir í samtali í ViðskiptaMogganum í dag, að vinnuhópur frá FATF hafi komið hingað til lands í september og gert vettvangsathugun. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort Ísland verði tekið af listanum en hún voni það.

Í júní staðfesti allsherjarfundur á vettvangi FATF að Ísland hefði lokið aðgerðaáætlun sinni með fullnægjandi hætti en í kjölfarið var ljóst að sérstök úttekt yrði gerð á stöðu mála áður en landið yrði tekið af listanum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK