Hugbúnaður sem einfaldar verðsamanburð kominn til Íslands

Atli Rafn Viðarsson
Atli Rafn Viðarsson Ljósmynd/Aðsend

Breska hugbúnaðarfyrirtækið PriceTrakker hefur nú opnað sitt fyrsta útibú á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum sem gerir öðrum fyrirtækjum auðvelt að fylgjast með verðlagninu samkeppnisaðila sinna.

PriceTrakker hefur fengið Atla Rafn Viðarsson til liðs við sig, en hann hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri Virtus og sölu- og markaðsstjóri Tal.

„Í ljósi heimsfaraldurs hefur almenn sala færst mikið yfir á netið og því mikilvægt að vera með aðgengilegt mælaborð og greiningartól til að fylgjast með samkeppninni á auðveldan hátt,“ segir Atli Rafn í tilkynningu.

„Notendur hugbúnaðarins fá aðgang að notendavænu mælaborði sem birtir upplýsingar um allar verðbreytingar sem eiga sér stað, þróun verðbreytinga, birgðastöðu hjá samkeppnisaðilum og margt fleira.“ Þá geta notendur fengið skýrslu, sem berst daglega eða eftir þörfum, með ofangreindum upplýsingum um samkeppnisaðila.

„Þannig er hægt að bregðast við verðbreytingum samdægurs og ná forskoti í verðlagseftirliti gagnvart öðrum fyrirtækjum sem eru á sama markaði.“

Heimasíðu PriceTrakker má nálgast hér, og hægt er að senda fyrirspurnir á sales@pricetrakker.is.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK