Tekjur Zoom meiri en spáð var

Zoom nýtur góðs af faraldri.
Zoom nýtur góðs af faraldri. AFP

Fjarskiptafyrirtækið Zoom birti afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er spáin talsvert umfram væntingar markaðarins. 

Stjórnendur Zoom gera ráð fyrir að tekjur í fjórðungnum verði á bilinu 806 til 811 milljónir dala. Í spám hafði komið fram að tekjurnar yrðu um 730 milljónir dala. 

Ljóst er að fyrirtækið er að njóta góðs af ástandinu sem skapast hefur sökum faraldurs kórónuveiru. Hefur Zoom grætt einna mest á fjölgun áskrifenda auk þess sem sala á annarri þjónustu hefur aukist samhliða. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK