Pipar\TBWA í útrás til Noregs

Valgeir Magnússon, Kristján Már Hauksson og Ola Hanø fyrir framan …
Valgeir Magnússon, Kristján Már Hauksson og Ola Hanø fyrir framan Pipar\TBWA í Ósló.

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur fest kaup á auglýsingastofu í Ósló í Noregi sem þegar hefur náð samningum við alþjóðleg risafyrirtæki. Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og framkvæmdastjóri norsku stofunnar, segir að kaupin hafi átt sér stað snemma á síðasta ári, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. „Heimurinn lokaðist í sömu viku og við skrifuðum undir kaupsamninginn,“ segir Valgeir í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að þegar ljóst varð að faraldurinn myndi setja allt úr skorðum hafi náðst samningar um að fresta gildistöku samkomulagsins fram í ágúst í fyrra. „Við héldum að þá yrði heimurinn opnari, þannig að við tókum við rekstrinum frá þeim tíma.“

Stuttu síðar snöggversnaði faraldurinn og Valgeir þurfti að fara heim frá Noregi í skyndingu til að lenda ekki í langri sóttkví. „Síðan þá hef ég sinnt stjórnuninni í gegnum fjarfundi, og hef ekkert komist á skrifstofuna.“

Bauðst að taka við TBWA

Spurður af hverju Pipar\TBWA hafi ákveðið að fara í útrás, segir Valgeir að fyrirtækið hafi átt viðskiptavini í Noregi um nokkra hríð í gegnum netmarkaðsskrifstofuna Engine, sem Pipar\TBWA sameinaðist árið 2018. Þá sé Kristján Már Hauksson, stofnandi Engine, búsettur í Ósló. „Okkur bauðst að taka við TBWA-vörumerkinu í Noregi, eins og hér á Íslandi, og við áttuðum okkur á að það væri gott tækifæri fyrir okkur,“ segir Valgeir, en TBWA er alþjóðleg auglýsingastofa með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum. Pipar er með sérleyfissamning við stofuna.

„Við festum kaup á lítilli netmarkaðsstofu í Ósló með þremur starfsmönnum, sem við höfum nú fjölgað upp í sex.“

Stofan, rekin undir nafninu Pipar\TBWA, hefur nú þegar fært út kvíarnar og sinnir í dag öllum almennum auglýsingaverkefnum. Áherslan á netmarkaðssetningu er þó áfram þungamiðjan.

Lestu viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMoggganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK