Auknar tekjur hjá Símanum árið 2020

Síminn.
Síminn. mbl.is/Hari

Tekjur Símans á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 8,129 milljarði króna samanborið við 7,896 milljarða á sama tímabili 2019 og hækkuðu tekjur því um 3,7% milli ára. 

Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2,894 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið við 2,728 milljarða á sama tímabili 2019. 

Hagnaður Símans á fjórða ársfjórðungi 2020 nam 1,055 milljarði, samanborið við 760 milljónir króna á sama tímabili 2019. Á ársfjórðungnum voru bakfærðar 300 milljónir vegna lækkunar á stjórnvaldssekt í kjölfar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 13. janúar. Áður hafði Síminn gjaldfært 500 milljónir á öðrum ársfjórðungi ársins.

Vaxtaberandi skuldir námu 15,9 milljörðum í lok árs 2020 en voru 16,2 milljarðar í árslok 2019. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 15,2 milljarðar í árslok 2020 samanborið við 16,0 milljarða í árslok 2019.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 57,2% í lok árs 2020 og eigið fé 37,3 milljörðum króna.

„Rekstrarniðurstaða ársins 2020 var vel ásættanleg. Eins og þekkt er settu stórir heimsatburðir mark sitt á þetta óvenjulega ár, en samstæða Símans komst ágætlega frá þeirri raun,“ er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra Símans í tilkynningu um uppgjörið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK