Veltan komin í tvo milljarða á sjö árum

Sveinn segir að tekjur séu ekki allt, arðsemin sé það …
Sveinn segir að tekjur séu ekki allt, arðsemin sé það sem skipti máli. Haraldur Jónasson/Hari

Árstekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Crayon á Íslandi fóru í fyrra nálægt tveimur milljörðum íslenskra króna en aðeins eru sjö ár síðan fyrirtækið opnaði útibú hér á landi. Crayon á Íslandi er hluti af alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu Crayon sem er með 55 starfsstöðvar í 35 löndum og um tvö þúsund starfsmenn. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Noregi, veitir ráðgjöf og selur aðgang að lausnum í skýinu frá fyrirtækjum eins og Microsoft, Amazon Web Services og Facebook. Crayon er með nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins í viðskiptum.

Sveinn Stefán Hannesson, framkvæmdastjóri Crayon á Íslandi, segir blaðamanni að þó að tekjuvöxtur hafi verið ör sé hann ekki það sem mest áhersla sé lögð á hjá fyrirtækinu. Mestu skipti að verkefnin séu arðsöm fyrir viðskiptavini, samstarfsaðila og Crayon.

Nýjar skrifstofur um áramót

Crayon flutti í nýtt og mun stærra húsnæði um áramótin í Borgartúni 25 þar sem Kvika banki var áður til húsa.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK