Arion lækkaði vextina

Arion banki tilkynnti sl. þriðjudag að fastir vextir til þriggja ára á óverðtryggðum íbúðalánum hefðu verið lækkaðir úr 4,49% í 4,20%. Þar með urðu lánakjör Arion í þeim flokki hagstæðari en í Landsbankanum, þar sem þau eru enn 4,25%.

Hjá Íslandsbanka eru 4,1% vextir af slíkum lánum og var Arion banki því með hæstu vextina fyrir lækkunina. Í verðtryggðum húsnæðislánum eru föstu vextirnir hagstæðastir hjá Íslandsbanka, upp á 2,05%. Hjá Landsbankanum eru þeir 2,20% og hjá Arion 2,54%.


Í tilefni af vaxtalækkun Arion banka sendi Morgunblaðið fyrirspurn til Landsbankans og Íslandsbanka um hvort bankarnir tveir hygðust lækka fasta vexti óverðtryggrða lána.
Hvorugur bankinn svaraði fyrirspurn blaðsins um þetta efni.


Verðbólgan mælist nú 4,1% og leita nú margir í óverðtryggðu lánin.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK