Sala ferðavagna margfaldast á milli ára

Hjólhýsi nýttist útvarpsstöðinni K100 á ferð um landið í fyrrasumar.
Hjólhýsi nýttist útvarpsstöðinni K100 á ferð um landið í fyrrasumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á ferðavögnum er margföld miðað við sama tíma í fyrra. Á vef Samgöngustofu má sjá að það sem af er þessu ári hafa 90 hjólhýsi verið nýskráð. Á sama tíma í fyrra, frá janúar til mars, hafði til samanburðar 21 hjólhýsi verið skráð.

Arnar Barðdal framkvæmdastjóri Víkurverks segir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag að salan á þessu ári sé farin fram úr því síðasta, sem var metár. „Það er rosalega mikið að gera og meira en í fyrra. Það lítur út fyrir að allir nýir ferðavagnar verði uppseldir í maí-júní,“ segir Arnar. „Við höfum mestar áhyggjur af því að verða með tóma búð í sumar.“

Hann segir að vandinn sé sá að ferðavagnar séu að verða uppseldir alls staðar í Evrópu. „Það eru allir að ferðast innanlands vegna veirufaraldursins. Þetta hefur aldrei verið svona á þeim þrjátíu árum sem ég hef verið í þessum bransa, að það verði uppselt hjá framleiðendum og ekki hægt að anna eftirspurn.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK