Fasteignaverð hækki frekar

Frá Reykjavík.
Frá Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Ef spár Íslandsbanka ganga eftir mun verð íbúðarhúsnæðis hækka um tæp 25% frá ársbyrjun 2021 til ársloka 2023. Þetta kemur fram í uppfærðri hagspá bankans sem birt er í dag.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir spána gera ráð fyrir 11,3% hækkun á þessu ári og að í því felist engin ofrausn. „Rúmur helmingur þeirrar hækkunar er nú þegar kominn fram og fátt sem bendir til þess að dragi úr spennunni á næstu fjórðungum.“

Hins vegar muni hækkunin verða 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023.

„Við teljum að framboð á íbúðarhúsnæði muni aukast eftir því sem líður á spátímann og að þá muni vaxtahækkanir Seðlabankans einnig slá á hækkunarferlið,“ segir Jón Bjarki, í ViðskiptaMogganum í dag.

Bendir bankinn á að framboð á íbúðarhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki fylgt hinni miklu eftirspurn og að íbúðatalning Samtaka iðnaðarins bendi til að íbúðum í byggingu hafi fækkað verulega þegar kórónufaraldurinn skall á.

„Það má því segja að eftirspurnarspenna ríki á markaðnum. Það sem einnig ýtir verðinu upp er sá mikli ófyrirsjáanleiki með þróun markaðarins, þ.e. framboðið fram undan,“ segir Jón Bjarki og bendir á að hagsmunaaðilar, sveitarfélög, SI, fjármögnunaraðilar og eftir atvikum ríkið þyrftu að auka gagnaöflun, samráð og gagnsæi varðandi fasteignamarkaðinn.

Spá Íslandsbanka í heild

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK