Bezos flýgur upp í geim í júlí

Jeff Bezos hefur sig til flugs.
Jeff Bezos hefur sig til flugs. AFP

Auðkýfingurinn Jeff Bezos, stofnandi Amazon, tilkynnti í dag að hann hygðist fljúga upp í geim í næsta mánuði. Um er að ræða fyrsta flug geimferðafyrirtækis hans, Blue Origin, þar sem áhöfn verður um borð.

„Allt frá því ég var fimm ára hefur mig dreymt um að ferðast upp í geim. Þann 20. júlí mun ég leggja í þá för ásamt bróður mínum,“ skrifar Bezos á Instagram.

Í tilkynningu fyrirtækisins segir að bræðurnir Jeff og Mark muni verða um borð í nýju flughylki sem nefnist New Shepard.

1,4 milljónir króna fyrir sekúndu

Þriðja og síðasta sætið um borð rennur til hæstbjóðanda, en hæsta boð stendur nú í 2,8 milljónum bandaríkjadala. Nærri sex þúsund manns frá 143 löndum hafa tekið þátt.

Ferðin tekur ekki langan tíma, eða um tíu mínútur. Í fjórar mínútur af þeim tíu verður geimfarið ofar Karman-línunnar svonefndu, sem markar skilin á milli andrúmslofts jarðarinnar og geimsins.

Samkvæmt lauslegum útreikningum mbl.is hljóðar hæsta núverandi boð því upp á tæpa 11.700 bandaríkjadali fyrir hverja sekúndu sem varið er í geimnum. Það gera rúmar 1,4 milljónir króna á sekúnduna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK