Sóttu uppskriftina í þjóðsögurnar

Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasencia Gutierrez. Hún er þjóðfræðingur …
Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasencia Gutierrez. Hún er þjóðfræðingur en hann er efnafræðidoktor. Kristinn Magnússon

Það er blíðviðri í borginni þegar hjónin Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasencia Gutierrez taka á móti blaðamanni.

Þau hafa á síðustu árum aukið við framleiðslu á drykknum Kombucha Iceland sem er nú framleiddur í ýmsum bragðtegundum. Þar með talið með krækiberjum og glóaldini.

Þessi svalandi og nýstárlegi drykkur er framleiddur víða um heim og er vinsæl lífsstílsvara.

Spurð um upphafið segir Ragna að fyrirtækið um reksturinn, Kúbalúbra ehf., hafi verið skráð hjá ríkisskattstjóra árið 2016.

Drykkirnir koma á óvart, ekki síst krækiberjaútgáfan sem er fín …
Drykkirnir koma á óvart, ekki síst krækiberjaútgáfan sem er fín með mat Kristinn Magnússon

Hófu söluna hjá Frú Laugu

„Hins vegar lítum við á 14. ágúst 2017 sem formlegt upphaf á rekstri enda gerðum við þann dag okkar fyrsta sölusamning við verslunina Frú Laugu í Laugardalnum. Þennan sama dag kom Kombucha Iceland fyrst á markað. Við settum upp Kombucha-dælu með okkar hágæða handverks Kombucha þar sem fólk gat komið og smakkað og keypt sér áfyllingu.

Það reyndist fljótt falla í kramið hjá mörgum og varð vinsælt. Unnendur Kombucha kunnu vel að meta þetta fyrirkomulag að geta komið með sína flösku og fyllt á, en þar lék umhverfissjónarmið stórt hlutverk, og hefur Kombucha-barinn verið í notkun frá fyrsta degi og fleiri staðir bæst í hópinn sem bjóða upp á áfyllingu af Kombucha,“ segir Ragna.

Framleiðslan fari fram í leigurými hjá Matís. Varan sé síðan flutt í vöruhús hjá þriðja aðila áður en hún er afhent í smásöluverslun.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK