Sumarið fer í sögubækurnar

Vörur GeoSilica eru sendar um öll Bandaríkin. Salan er á …
Vörur GeoSilica eru sendar um öll Bandaríkin. Salan er á uppleið. mbl.is/RAX

Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt ár fyrir íslenska nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica, sem nýtir affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun til framleiðslu kísilsteinefna. Hefur fyrirtækið meðal annars stofnað dótturfyrirtæki í Hollandi og ráðið starfsmann þar í landi.

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og stofnandi GeoSilica, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tíminn í kórónuveirufaraldrinum hafi verið notaður til að skoða hvað hægt væri að bæta á núverandi vettvangi og efla rannsóknir, þar sem tækifæri til sóknar hafi verið takmörkunum háð og tafir væru á ýmsu því tengdu.

„Sumarið 2021 fer í sögubækurnar hjá GeoSilica en júní var okkar söluhæsti mánuður frá upphafi. Okkur tókst svo að toppa okkur í júlí og aftur í ágúst. Sumartíminn hefur verið rólegur síðastliðin ár en við sáum tækifæri í núverandi ástandi í þjóðfélaginu til þess að bæta ofan á grunninn sem byggður hefur verið.“

Innreið á Bandaríkjamarkað

GeoSilica hefur einnig hafið innreið sína á Bandaríkjamarkað, en vörur félagsins eru sendar um öll Bandaríkin út frá vöruhúsi í Portland í Maine. Þá sjá tveir dreifingaraðilar um að selja GeoSilica í verslanir um allt landið og viðræður eru að sögn Fidu hafnar við fleiri dreifendur. „Stærstu tíðindin frá Bandaríkjunum eru að GeoSilica var skrásett sem vörumerki þar í landi á dögunum sem við erum afar stolt af.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK