Skilar Landsvirkjun milljarða tekjuauka

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Árni Sæberg

Verð á áli fór yfir 2.900 dali tonnið í gær og hefur ekki verið jafn hátt frá ársbyrjun 2008.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að þetta munu skila fyrirtækinu auknum tekjum.

„Þessi þróun hefur mjög jákvæð áhrif. Annars vegar leitast viðskiptavinir okkar við að keyra á fullum afköstum þegar verðið er svona hátt. Með því eykst magnið sem þeir kaupa. Þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fullnýta samningana. Síðan er hluti samninga okkar tengdur álverði. Þá sérstaklega samningurinn við Alcoa,“ segir Hörður um áhrifin.

Aukast um 60 milljarða á ári

Segir hann hærra álverð munu skila Landsvirkjun milljörðum króna í auknar tekjur á ársgrundvelli.

Meðalverðið í fyrra var 1.727 dalir en 2.350 það sem af er ári. Sérfræðingur á álmarkaði sagði þá hækkun auka útflutningsverðmæti íslenskra álvera um yfir 60 milljarða króna í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK