Play klárar samning um leigu á fjórum vélum

Play ætlar að fjölga vélum sínum úr þremur í níu …
Play ætlar að fjölga vélum sínum úr þremur í níu eða tíu á næstu misserum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play hefur undirritað samning um leigu á fjórum flugvélum sem afhentar verða frá haustinu 2022 og fram á vor 2023. Áður hafði verið greint frá viljayfirlýsingu sem Play hafði undirritað við flugvélaleigusalann Gecas varðandi leigu á vélunum.

Um er að ræða þrjár Airbus A320neo flugvélar og eina Airbus A321NX flugvél. Í ágúst undirritaði Play einnig viljayfirlýsingu við annan alþjóðlegan flugvélaleigusala um leigu á tveimur Airbus A320neo vélum, en þær verða afhentar vorið 2022.

Tíunda vélin í augsýn

Í dag eru þrjár vélar í rekstri hjá Play og mun þetta því stækka flota félagsins upp í níu vélar fyrir sumarið 2023.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Play sé einnig komið langt í viðræðum um leigu á tíundu vélinni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK