Tekjur Festi hf. jukust um 15%

Tekjur Festi hf. jukust um 15% á þriðja ársfjórðungi þessa …
Tekjur Festi hf. jukust um 15% á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ljósmynd/Aðsend

Tekjur Festi hf. jukust um 15% á þriðja ársfjórðungi þessa ár en EBITDA-afkoma um 29% miðað við sama árstíma í fyrra, að því er fram kemur í uppgjöri félagsins.

Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 6.875 milljónum króna samanborið við 5.785 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi í fyrra, sem samsvarar 18,8% hækkun á milli ára.

EBITDA-afkoma Festi hf. nam þá 3.346 milljónum króna samanborið við 2.586 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi ársins 2020 sem jafngildire 29,3% hækkun.

Kostnaður vegna faraldursins mun minni nú en í fyrra

Kostnaður vegna Covid-19 var 14 milljónur króna á þriðja ársfjórðugi 2021 en var 108 milljónir króna á sama ársfjórðungi árið áður. Eigið fé Festi hf. var þá 31.748 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 36,6% samanborið við við 35,7% í lok árs 2020.

Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindinga voru 25.423 millj. kr. í lok 3F 2021 samanborið við 29.986 millj. kr. í lok 2020 sem er lækkun um 4.563 milljónir króna á milli ára. EBITDA spá félagsins fyrir árið 2021 var hækkuð 29. september síðastlðinn um 600 milljónir króna og er nú 9.400 - 9.800 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK