Hækkun verðbólgu minni en búist var við

Bensín og olíur eru meðal þeirra kostnaðarliða er höfðu hvað …
Bensín og olíur eru meðal þeirra kostnaðarliða er höfðu hvað mest áhrif á hækkunina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólga í nóvember mældist í 4,8% og hækkaði því einungis um 0,3 prósentustig frá október, en ekki 0,5% líkt og búið var að spá. Þeir þættir er höfðu hvað mest áhrif til hækkunar voru húsnæðiskostnaður, og kostnaður við bensín og olíur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landsbanka.

Húsnæðiskostnaður útskýrir rúmlega helming verðbólgunnar, eða um 2,7 prósentustig af 4,8%, en þess ber að geta að kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækkaði um 1,1% frá október.

Þá skýrir bensín 0,7 prósentustig af verðbólgunni, en bensín og olíur hækkuðu um 1,9% milli mánaða.

Launavísitala hækkaði

Þá hækkaði launavísitala óvenju mikið í ljósi kjarasamninga, eða um 0,5% milli mánaða. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um 7,6% og kaupmáttur launa um 2,9%.

Atvinnuleysi hefur einnig lækkað frá því í fyrra en í október mældist það í 5,5% sem er 3,2 prósentustigum lægra en í október á síðasta ári. Þá hefur hlutfall starfandi einnig hækkað um 5,7 prósentustig milli ára en það mældist í 74,7% í október á þessu ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK