Hluthafar Arion í Svíþjóð mun fleiri en hér

Markaðsvirði Arion banka er 284 milljarðar króna.
Markaðsvirði Arion banka er 284 milljarðar króna.

Hluthafar Arion banka í Svíþjóð eru orðnir töluvert fleiri en hluthafar bankans á Íslandi, samkvæmt upplýsingum sem ViðskiptaMogginn aflaði hjá bankanum.

Heildarfjöldi hluthafa Arion banka er nú 11.300. Þar af eru sjö þúsund í Svíþjóð, eða sextíu og tvö prósent hluthafa. Íslenskir hluthafar eru því um fjögur þúsund og þrjú hundruð, eða 38% hluthafa í bankanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er hlutfallsleg eign hluthafa bankans í Svíþjóð lítil, þar sem langflestir hluthafanna eru einstaklingar, þ.e. ekki fagfjárfestar.

Um 7,5% af útgefnum bréfum bankans eru í dag skráð á Nasdaq Stockholm en hluthafarnir eru frá mörgum löndum, samkvæmt upplýsingum bankans.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK