Bryndís ráðin markaðsstjóri Icewear

Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear.
Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear. Ljósmynd/Aðsend

Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear. Hún hefur áralanga reynslu í sölu- og markaðsmálum en hún starfaði áður hjá Veritas samsteypunni, m.a. sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvöru deildar Artasan og sem sölu- og markaðsstjóri hjá Stoð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icewear.

„Ég er mjög spennt að vera hluti af öflugu teymi Icewear og fá tækifæri til að taka þátt í nýsköpun fyrirtækisins í gerð útivistarfatnaðar ásamt fjölmörgum öðrum spennandi verkefnum tengdum bæði innlendum og erlendum mörkuðum,“ er haft eftir Bryndísi í tilkynningu.

Bryndís er útskrifaður viðskiptafræðingur frá American InterContinental University í Bandaríkjunum þar sem hún bjó og starfaði um árabil. Þá lærði hún einnig næringarráðgjöf í Kaupmannahöfn og vann við ráðgjöf tengdri heilsu og lífsstíl í Danmörku í tæpan áratug. Áður starfaði hún sem útflutningsstjóri hjá Kjötumboðinu með áherslu á uppbyggingu markaða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu og sem vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus fyrir innlendan og erlenda markaði. 

Sem markaðsstjóri Icewear mun Bryndís bera ábyrgð á markaðsmálum fyrirtækisins og daglegum rekstri markaðsdeildar. Bryndís hóf störf hjá Icewear 1. nóvember sl.  

„Það er mjög mikilvægt fyrir Icewear að fá Bryndísi með alla sína þekkingu og reynslu af markaðsstörfum inn í teymið og kraftar hennar munu klárlega nýtast vel á þeirri hröðu vegferð sem Icewear er á með aukinni áherslu á nýsköpun og hönnun fyrir nýja markaði,“ er haft eftir Aðalsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Icewear.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK