Tryggvi mun láta af störfum sem forstjóri RARIK

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik.

Tryggvi Þór Haraldsson mun láta af störfum sem forstjóri RARIK í lok mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að starfslokin séu að ósk Tryggva. Hann muni jafnframt áfram verða starfsmaður félagsins og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra, sem og að sinna sérstökum verkefnum. Stjórn RARIK er að hefja ráðningarferli til að ráða nýjan forstjóra

Tryggvi Þór hefur starfað sem forstjóri RARIK í á nítjánda ár og þar á undan í ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækisins í yfir 23 ár meðal annars sem umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í 10 ár. Hann hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp 42 ár.

Vegna ákvörðunarinnar sendi Tryggvi bréf á starfsfólk fyrirtækisins. Segir þar meðal annars: „… eins og sum ykkar vita hefur það lengi verið skoðun mín að það sé ekki heppilegt fyrir fyrirtæki að forsvarsmenn þeirra haldi starfi sínu allt þar til þeir neyðast til að hverfa úr því vegna aldurs og fara þá úr fyrirtækinu með reynslu sína og þekkingu, án þess að hún yfirfærist með eðlilegum hætti til eftirmanna. Heppilegra sé að víkja úr starfi stjórnanda fyrr, þótt áfram sé starfað hjá fyrirtækinu.”

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK mun láta af störfum sem …
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK mun láta af störfum sem forstjóri í lok mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Segist hann hafa rætt þessa skoðun sína við stjórnarformann félagsins í nokkurn tíma og nú hafi orðið samkomulag um að hann hætti sem forstjóri, en í lok mars verður hann 66 ára gamall.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK