Skráningaráform í haugasjó

Tvö íslensk fyrirtæki, sem bæði starfa á heilbrigðissviði, stefna nú á skráningu á markað. Miklar sviptingar á hlutabréfamörkuðum gera það að verkum að mikil óvissa er uppi um hverjar lyktir mála verða. Heimildir ViðskiptaMoggans herma þó að stjórnendur og stærstu hluthafar beggja fyrirtækja séu hvergi bangnir.

Sé horft til bandaríska hlutabréfamarkaðarins kemur í ljós að á síðasta fjórðungi nýliðins árs varð mikið hrun á hlutabréfaverði margra fyrirtækja á sviði heilbrigðis- og líftækni. 

Í byrjun desember síðastliðins greindi Morgunblaðið frá því að Kerecis yrði skráð á markað innan tíðar og að skráningarvirði þess yrði á bilinu 80-90 milljarðar króna. Hægt hefur á skráningarferlinu en heimildir blaðsins herma að í lok síðasta árs hafi vonir staðið til að skráningin myndi ganga í gegn um eða upp úr áramótum.

Fjárfestakynning sem kynnt hefur verið og ViðskiptaMogginn hefur undir höndum sýnir að tekjur Kerecis á fyrsta fjórðungi þessa rekstrarárs verði 11,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna. Er það aukning um meira en 100% frá fyrsta fjórðungi síðasta árs þegar tekjurnar námu 5,4 milljónum dollara. Eru þessar tölur m.a. sagðar auka mjög tiltrú forsvarsmanna fyrirtækisins á að fyrirtækið eigi erindi á markað nú.

Afar vel hefur gengið að kalla fjárfesta að borðinu í tengslum við fyrirhugaða tvíhliða skráningu Alvotech á markað. Hafa íslenskir fjárfestar auk mjög stórra erlendra fjárfesta lagt fyrirtækinu til tugi milljarða króna að undanförnu. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK