Ellert nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum

Ellert Arnarson forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Ellert Arnarson forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.

Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ellert hefur mikla og víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Á árunum 2013-2019 var hann verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA Capital Management en þar byggði hann m.a. upp og stýrði teymi á sviði sérhæfðra fjárfestinga sem bar ábyrgð á uppbyggingu nokkurra fyrirtækja og lánasafna. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Áður starfaði Ellert m.a. sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf fyrir Straum fjárfestingarbanka. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og m.a. haft umsjón með námskeiði um skuldabréf fyrir meistaranema í Viðskipta- og hagfræðideild skólans.

Ellert lauk B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann lauk M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2013 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka