Verðhækkanir nú fordæmalausar

Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Útsöluverð á eldsneyti hefur aldrei verið hærra en nú, og það eftir miklar hækkanir á heimsmarkaði síðustu daga sem rekja má til aðstæðna sem skapast hafa af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Algengt Íslandsverð á díselolíu í gær var 300,9 krónur og bensínlítrinn stóð í 303,9 kr. „Við fylgjumst við grannt með þróun mála og breytum verði ef og þegar aðstæður á markaði gefa tilefni til. Hækkanir nú eru fordæmalausar,“ segir Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1 í samtali við Morgunblaðið.

Díseltonnið hækkað um 70% síðan í byrjun febrúar

Þótt Úkraínustríðið ráði mestu um veruleikann nú er ekki úr vegi að setja málið í sögulegt samhengi. Þannig drógust ferðalög mikið saman þegar faraldur kórónuveirunnar fór að malla snemma árs 2020 sem leiddi til minni eftirspurnar eftir eldsneyti og þar með lægra verðs. Fyrir nokkrum mánuðum fór verð aftur að nálgast jafnvægi, eða um það leyti sem ófriðarblikur í austri fór að draga á loft.

Snemma í febrúar sl. var heimsmarkaðsverð á díselolíu um 830 Bandaríkjadollarar hvert tonn, en var í gær komið í rúmlega 1.400 dollar sem er um 70% hækkun. Þá var heimsverð á bensíni nú byrjun mars um 1.000 dollarar en var í gær komið í um 1.300 dollara. Er hækkunin því um 30% á aðeins 10 dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK