Metverðbólga í Danmörku

Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Nýhöfn í Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Verðbólga í Danmörku mældist 6,7% í apríl og hefur ekki verið meiri frá því í júní árið 1984, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. 

Verðbólga hefur aukist mikið víða um heim frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar. Stýrivextir hafa verið hækkaðir í mörgum löndum á síðustu vikum til að reyna að slá á verðbólguna en danski seðlabankinn hefur ekki breytt vöxtum frá því hann lækkaði stýrivexti sína í september. 

Gengi dönsku krónunnar er tengt við gengi evrunnar og evrópski seðlabankinn hefur ekki breytt vöxtum sínum þrátt fyrir vaxandi verðbólgu í mörgum Evrópuríkjum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK