Bogi Nils kaupir í Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, nýtti áskriftarréttindi sín í félaginu í dag.

Hann keypti 1.458.333 hluti á genginu 1,3 krónur fyrir um 1,9 milljónir króna, í gegnum fjárfestingafélag sitt, Möskva ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar.

Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 1,97 krónum sem er um 50% hærra en gengið sem Bogi keypti á. 

Aðrir stjórnendur Icelandair hafa einnig nýtt sér áskriftarrétt í félaginu á liðnum dögum. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, keypti í morgun hlut í félaginu fyrir tæpa hálfa milljón króna og Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, keypti fyrir helgi hlutafé fyrir rúmlega 100 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK