Afgreiðslutími World Class í Árbæ styttur vegna manneklu

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. mbl.is/​Hari

Heilsuræktarkeðjan World Class hefur stytt afgreiðslutíma stöðvarinnar í Árbæ. Nú lokar stöðin klukkan 20 í stað 22 á virkum dögum og klukkan 13 í stað 16 á laugardögum. Þá verður stöðin nú lokuð á sunnudögum. Áður var opið til klukkan 13 á sunnudögum.

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir styttingu afgreiðslutímans sé að það sé erfitt að fá starfsfólk.

„Þetta er lausn á því þar sem við erum með aðrar stöðvar í næsta nágrenni,“ segir Björn. Hann ítrekar að gestir stöðvarinnar hafi áfram aðgang að Árbæjarlaug sem haldi sínum opnunartíma óbreyttum.

Spurður að því hvort til standi að stytta opnunartíma annarra stöðva segir Björn það ekki á döfinni. Fleiri en fimm hundruð manns vinna hjá World Class að sögn Björns.

Sú breyting hefur einnig orðið í stöð World Class í Dalshrauni í Hafnarfirði að hún er orðin starfsmannalaus að mestu leyti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK