Hlutfall lausra starfa aldrei mælst hærra

Hlutfall lausra starfa var meðal annars hátt í veitinga- og …
Hlutfall lausra starfa var meðal annars hátt í veitinga- og gististaðageiranum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Alls voru 12.240 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2022. Á sama tíma voru 229.148 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 5,1 prósent. 

Þetta er hæsta ársfjórðungslega mæling á hlutfalli lausra starfa frá fyrsta ársfjórðungi 2019 þegar starfaskráning Hagstofunnar hófst.

Eftirspurn var mest eftir starfsfólki í hótel- og veitingarekstri, í fiskeldi og hjá sveitarfélögunum.

Fjöldi lausra starfa jókst um 3.200 milli ára

Hlutfall lausra starfa var hæst í atvinnugreinabálkum G-I, eða 9,2 prósent. Það eru heildsala og verslun, samgöngur og geymslusvæði, rekstur veitinga- og gististaða.

Í atvinnugreinabálki A, landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, var hlutfall lausra starfa 8,8 prósent og 8,2 prósent í flokkum M-N, sem taka til ýmissar sérhæfðar þjónustu þar sem megnið af auglýstum störfum tengdust gæslu, þrifum og ferðaþjónustu.

Hlutfall lausra starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustu var 8,1 prósent.

Samanburður við annan ársfjórðung 2021 sýnir að fjöldi lausra starfa jókst um 3.200 störf á milli ára, fjöldi mannaðra starfa jókst um rúmlega 21.700 og hlutfall lausra starfa um 0,9 prósentustig.mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK