Segja vantraust ríkja í garð Marels

Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. Eggert Jóhannesson

Næstu uppgjör Marels skipta höfuðmáli ef stjórnendur þess ætla að sannfæra fjárfesta og aðila á markaði um að félagið sé á réttri leið. Aftur á móti á íslenska hagkerfið mikið undir því að félaginu gangi vel.

Þetta er meðal þess sem þeir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á visir.is, og Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta og nú dagskrárgerðarmaður á Morgunblaðinu, ræða í nýjasta þættinum í hlaðvarpi Þjóðmála.

Í þættinum er meðal annars rætt um þá miklu verðlækkun sem varð á íslenskum hlutabréfamarkaði síðari hluta september. Þá er sérstaklega vikið að Marel, sem lækkaði um tæp 11% í september en gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um tæp 50% á einu ári. Gengi bréfa í félaginu fór hæst í 973 kr. á hlut í lok ágúst í fyrra en 448 kr. á hlut. Þannig hefur markaðsvirði félagsins lækkað um rúma 300 milljarða króna.

Kristinn Magnússon

Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og stjórnandi hlaðvarps Þjóðmála, minnti á að síðustu uppgjör Marels hefðu valdið vonbrigðum og velti því upp stöðu félagsins gagnvart fjárfestum.

„Ég held að það sé ekkert launungarmál að Marel og forstjóri þess félags, Árni Oddur Þórðarson, er nú þeirri stöðu að hann nýtur vantrausts að hálfu fjárfesta, markaðarins og greinenda – af því að mörg af síðustu uppgjörum hafa valdið vonbrigðum og spár þeirra hafa ekki gengið eftir,“ sagði Hörður og bætti því við að næstu uppgjör félagsins myndu skipta höfuðmáli.

Stefán Einar minnti á að Marel hefði nýlega boðað uppsagnir, að til stæði að fækka starfsfólki um 5%, sem fæli í sér viðurkenningu stjórnenda á því að ákveðin fita hefði verið staðar í fyrirtækinu. Þá hefði Marel einnig ráðist í stórar og flóknar yfirtökur, sem hefðu reynst dýrkeyptar þó þær væru strategískar.

„Þó að Marel sé orðið 40 ára gamalt þá er þetta nýsköpunarfyrirtæki og hátæknifyrirtæki sem er að berjast á markaði það sem hlutirnir þróast hratt. Þannig að þetta er örugglega mjög vandasamt,“ sagði Stefán Einar.

„Þetta er þó stórglæsilegt fyrirtæki sem við Íslendingar eigum að vera stoltir af. Við eigum mikið undir að það gangi vel, en það eru ákveðnir mælikvarðar sem þurfa að vera í lagi. Við sem höfum skrifað viðskiptafréttir við höfum auðvitað lengi tekið eftir þessari ofuráherslu á pantanabókina. Hún má ekki vera eins og eitthvað hnjóðsyrði,“ bætti Stefán Einar við og vísaði þar til þess að í uppgjörum Marel hefur komið fram að þrátt fyrir slaka afkomu á köflum líti svonefnd pöntunarbók vel út og gefi fyrirheit um framtíðartekjur.

„Fyrirtæki ganga út að skila arðsemi til eigenda sinna. Ef pantanabókin gerir það ekki, þá er hún ekki mikils virði,“ bætti hann við.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK