Sía í framkvæmdastjórn Advania

Sigríður Sía Þórðardóttir.
Sigríður Sía Þórðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Sía Þórðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hún fer fyrir teymi sérfræðinga sem aðstoða fyrirtæki á sinni skýjavegferð.

Sía tekur við keflinu af Heimi Fannari Gunnlaugssyni sem lætur af störfum hjá Advania. Hún hefur rúmlega tveggja áratuga reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og hefur starfað hjá Advania og forverum þess í 14 ár. Nú síðast gegndi hún starfi forstöðumanns á viðskiptalausnasviði. Sía er með BS-próf í upplýsingakerfum frá Háskólanum í Skövde og lauk nýlega MBA-gráðu frá AVT Business School í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu. 

Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Sigríður Sía Þórðardóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri fyrirtækisins.    

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK