Innflutningur sem stuðlar að skógareyðingu bannaður

Bannið hefur áhrif á innflutning á kaffi.
Bannið hefur áhrif á innflutning á kaffi. mbl.is/iStock

Evrópusambandið hefur náð samkomulagi um bann við innflutningi á vörum, þar á meðal kaffi, kakó og sojabaunum, í tilfellum þar sem framleiðslan er talin stuðla að skógareyðingu.

Umhverfisverndarhópar segja lagafrumvarpið, sem er ætlað að tryggja „skógareyðingar-lausa vörukeðju“, marka tímamót.

 Í því felst að fyrirtæki sem flytja inn vörur til ríkja ESB verða að tryggja að þær séu ekki framleiddar á landsvæði þar sem skógareyðing hefur orðið eftir 20. desember 2020. Einnig verða fyrirtækin að fylgja öllum lögum í heimalandi sínu.

Á meðal fleiri vara sem tengjast banninu eru pálmaolía, timbur og gúmmí. Afleiddar vörur á borð við nautakjöt, húsgögn og súkkulaði eru einnig þar á meðal.

Mikil skógareyðing

Ólögleg framleiðsla hefur valdið mikilli skógareyðingu í löndum á borð við Brasilíu, Indónesíu, Malasíu, Nígeríu, Lýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Mexíkó og Gvatemala.

Sameinuðu þjóðirnar telja að landsvæði sem er jafnstórt og öll lönd ESB samanlagt, eða um 420 milljónir hektara, hafi orðið skógareyðingu að bráð undanfarna þrjá áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK