Guðlaug Ósk nýr sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs

Guðlaug Ósk Gísladóttir.
Guðlaug Ósk Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Guðlaugu Ósk Gísladóttur í stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar.

Guðlaug er félagsráðgjafi að mennt, með MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar frá árinu 2000. 

Í tilkynningu segir að Guðlaug muni hefja störf í upphafi nýs árs en hún tekur við starfinu af Rannveigu Einarsdóttur sem hefur verið ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Intellecta annaðist ráðningarferlið og sóttu 26 um stöðuna en þrír drógu umsókn sína til baka.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK