Tækifæri til að laða stór verkefni til landsins

Ólafur Karlsson og Gabríel Ólafs mæta í Dagmál og ræða …
Ólafur Karlsson og Gabríel Ólafs mæta í Dagmál og ræða Reykjavik Recording Orchestra sem þeir stofnuðu í félagi við fleiri árið 2021. mbl.is/Hallur Már

Það var árið 2021 sem tveir tónlistarmenn fengu til liðs við sig fjárfesta og komu á laggirnar fyrirtæki sem nýtir hinn fagra hljómburð tónlistarhússins Hörpu til hins ítrasta.

Fyrirtækið fór rólega af stað en á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hefur Reykjavik Recording Orchestra tekið að sér verkefni fyrir ekki minni spámenn en Hans Zimmer og David Attenborough. Þá hafa fyrirtæki á borð við Apple og Universal verið á lista yfir viðskiptamenn fyrirtækisins.

Byggðist á hugmynd Gabríels og Bergs

Í Dagmálum segja feðgarnir Ólafur Karlsson og Gabríel Karls frá því hvernig fyrirtækið varð til. Í upphafi byggðist það á hugmynd Gabríels og Bergs Þórissonar. Sá fyrrnefndi er tónlistarmaður með útgáfusamning við DECCA en Bergur hefur verið upptökustjóri hjá listamönnum á borð við Björk Guðmundsdóttur.

Þeir fengu föður Gabríels til liðs við sig en hann kom með viðskiptareynslu að borðinu. Náðu þeir samningi við Hörpu en Gabríel segir að það hafi alltaf komið sér á óvart að ekki hafi verið gert ráð fyrir upptökuhljóðveri í húsinu eins og oft tíðkast með hús af þessari stærðargráðu.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK