Enn ein vaxtahækkunin

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP/Nicholas Kamm

Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentustig í gær. Með því heldur vaxtahækkunarferlið áfram sem hófst í kjölfar innrásar Rússlandshers í Úkraínu 24. febrúar í fyrra.

Vaxtahækkanirnar hafa kælt fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum en jafnframt hafa verðhækkanir skert kaupgetu almennings. 

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að hægt hefði á bandaríska hagkerfinu í fyrra og að útlit væri fyrir lítinn vöxt á fyrsta fjórðungi í ár. Dregið hefði úr einkaneyslu og fasteignamarkaðurinn kólnað.

Sögulegar vaxtahækkanir

Þar áður voru vextir hækkaðir um 0,5% í desember og á undan því um 0,75% í fjórum lotum í júní, júlí, september og nóvember í fyrra.
Hækk­unin um 0,75% í júní var mesta hækk­un vaxt­anna á einu bretti síðan í nóv­em­ber 1994, en þá var um að ræða sömu hækk­un, líkt og fram hefur komið á mbl.is.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK