Húsleitir gerðar í bönkum Parísar

Húsleit var meðal annars gerð í franska bankanum Societe Generale.
Húsleit var meðal annars gerð í franska bankanum Societe Generale. AFP/Sameer Al-Doumy

Frönsk yfirvöld gerðu húsleitir í fimm bönkum í morgun vegna rannsóknar á stórfelldum skattsvikum og peningaþvætti. 

150 manns koma að rannsókninni, auk sex þýskra saksóknara. Húsleitirnar voru gerðar í fjármálahverfinu La Defense í París að sögn saksóknara. 

Í yfirlýsingu saksóknara sagði að rannsóknin hafi hafist í desember árið 2021.

Þá sagði að undirbúningur við húsleitirnar hafi tekið nokkra mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK