Bankaleyndin trompar upplýsingaréttinn

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og …
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Samsett mynd

Bankasýslu ríkisins ber ekki að afhenda lista kaupenda sem tóku þátt í fyrra Íslandsbankaútboðinu í júní 2021, þegar ríkið seldi 35% hlut í bankanum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þess efnis 29. mars sl.

Kærandi hafði óskað eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um alla þá fagfjárfesta sem keypt hefðu í fyrra útboði Íslandsbanka. Óskaði hann eftir nöfnum kaupenda, ásamt þeirri upphæð sem keypt var fyrir. Taldi hann að í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi birt lista yfir kaupendur í seinna útboðinu, sem fór fram í mars í fyrra, bæri Bankasýslunni einnig að birta lista yfir þá sem tóku þátt í fyrra útboðinu.

Bankasýslan taldi á hinn bóginn að stofnuninni sé óheimilt að veita aðganga að upplýsingunum, enda sé um að ræða upplýsingar frá Íslandsbanka, sem á hvíli þagnarskylda samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Úrskurðarnefndin tók undir sjónarmið Bankasýslunnar, og segir í úrskurðinum að þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki, takmarkist ekki af ákvæðum upplýsingalögum. Loks bætti nefndin því við að Bankasýslan væri ekki bundin af ákvörðun fjármálaráðherra um að birta lista yfir kaupendur í seinna útboðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK