Fregnir af ofurhagnaði banka stórlega ýktar

Arðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins árin 2018-2022 var lægri að meðaltali en arðsemi bankakerfa ríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, að því er lesa má út úr gagnagrunni Evrópska bankaeftirlitsins, EBA. Arðsemi íslensku bankanna nam að meðaltali 6,9% á tímabilinu samanborið við 8% að meðaltali meðal Evrópuríkja.

Þá var arðsemi íslenskra banka, sem og evrópskra, að ­meðaltali umtalsvert lægri en meðal bandarískra banka á sama tímabili. Þannig skiluðu bankarnir vestanhafs að meðaltali 10,4% arðsemi á tímabilinu samkvæmt gögnum frá seðlabanka Bandaríkjanna.

Stóð ekki undir arðsemiskröfu

Arðsemi bankanna stóð að jafnaði ekki undir arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins á umræddu tímabili, en arðsemiskrafa Bankasýslunnar tekur mið af meðalávöxtunarkröfu sem gerð er til 10 ára óverðtryggðra ríkisskuldabréfa sem skráð eru í Kauphöll á hverjum tíma, að viðbættu álagi tengdu eiginfjárhlutfalli.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK