Lífeyrisréttindi lækka um 10% vegna hækkandi lífaldurs

Lífeyrisréttindi lækka vegna hækkandi lífaldurs landsmanna.
Lífeyrisréttindi lækka vegna hækkandi lífaldurs landsmanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífaldur Íslendinga hefur hækkað og því munu mánaðarleg lífeyrisréttindi sjóðfélaga í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) lækka um 9,9%, um næstu mánaðamót. 

Réttindum fyrir greidd iðgjöld til og með 31.12.2022 verður þá breytt í samræmi við væntan lífaldur sjóðfélaga.

Breytingin á við um þá sem munu fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni, en réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent.

Er þetta síðari hluti aðgerða LSR til þess að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef LSR. Rúv greindi frá í kvöldfréttum.

Byggt á nýjum lífslíkutöflum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði, að því er segir í tilkynningunni. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir.

„Lífeyrissjóðir þurftu að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðfélögum lífeyri í lengri tíma en áður hafði verið reiknað með. Viðbrögð LSR eru í tveimur skrefum. Í því fyrra var ávinnsluviðmiðum fyrir iðgjaldagreiðslur frá 1. janúar 2023 breytt í samræmi við fjölgun eftirlaunaára,“ segir í tilkynningunni og bætt við að síðara skrefið muni koma til framkvæmda þann 1. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK