„Sérhagsmunir stórútgerða best tryggðir með sovésku kerfi“

Ólafur Arnarson, talsmaður stjórnar SFÚ, er ósammála fullyrðingum framkvæmdastjóra SFS …
Ólafur Arnarson, talsmaður stjórnar SFÚ, er ósammála fullyrðingum framkvæmdastjóra SFS um mikilvægi virðiskeðjunnar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) gagnrýna málflutning framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) harðlega og segja fjarri öllum sanni að hagsmunir þjóðarinnar séu betur tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju.

Þá fari því fjarri að þjóðarhagsmunir séu best tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju, sem stundum sé nefnd sovésk eða marxísk. Sérhagsmunum stórútgerðar sé hins vegar hyglt með slíku kerfi, sem þjóni enda sérhagsmunum betur en hagsmunum heildarinnar, að mati Ólafs Arnarsonar, talsmanns stjórnar SFÚ.

Hann segir enn fremur alvarlegar staðreyndavillur í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, og fullyrðir að ýmislegt í málflutningi hennar standist ekki skoðun.

Sjá frétt: Vill ekki allan fisk á markað

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS telur virðiskeðju íslensks sjávarútvegs miklu …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS telur virðiskeðju íslensks sjávarútvegs miklu skipta. mbl.is/Árni Sæberg

Norskur sjávarútvegur ekki sambærilegur

Samtökin gagnrýna að Heiðrún skuli bera Ísland saman við Noreg og telja grundvallarmun á aðstæðum hérlendis og þar á öllum sviðum sjávarútvegs. SFÚ segir beinlínis rangt og villandi af framkvæmdastjóra SFS að láta að því liggja að höfuðmunurinn liggi í því að meiri fiskur fari á markað í Noregi en hér á landi.

Allt tal um að óslitin virðiskeðja tryggi afhendingaröryggi til kaupenda og þar með hæsta afurðaverð sé á blekkingum byggt, enda hafi útgerðir ávallt hagað seglum eftir vindi varðandi sölu sjávarafurða á erlenda markaði.

Sjómenn niðurgreiða hráefniskostnað

Þá varpar SFÚ þeirri spurningu fram hverju það sæti að handhafar hinnar óslitnu virðiskeðju þurfi 20% lægra hráefnisverð en þeir sem kaupa sitt hráefni á fiskmörkuðum, og hvers vegna þeir þurfi eiginlega að láta sjómenn niðurgreiða sinn hráefniskostnað.

Yfirlýsing SFÚ um málið fer hér á eftir í heild sinni:

„Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fullyrðir í samtali við mbl.is að hin óslitna virðiskeðja, sem tíðkast mjög í íslenskum sjávarútvegi, þar sem sömu aðilar og halda á aflaheimildum fá jafnframt að selja afla til eigin vinnslu á mun lægra verði en kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum þurfa að greiða og halda í raun á allri virðiskeðjunni úr sjó í maga sé lykillinn að því að verðmætasköpun sé meiri í íslenskum sjávarútvegi en t.d. norskum sjávarútvegi.

Í máli framkvæmdastjórans eru alvarlegar staðreyndavillur og ýmislegt gefið í skyn, sem ekki stenst skoðun. Skiptir þar engu þó vísað sé til ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Það vekur athygli að framkvæmdastjórinn beri Ísland helst saman við Noreg. Í nýlegri skýrslu Íslandsbankan kemur fram að í Noregi er veitt 0,45 tonn á hvert mannsbarn en hér á íslandi er magnið 3,5 tonn á hvert mannsbarn. Í Færeyjum er afli hins vegar 11,14 tonn á hvert mannsbarn. Það vekur furðu að framkvæmdastjóri SFS skuli velja sem samanburðarland Noreg, sem hefur ávallt staðið Íslandi langt að baki í sjávarútvegi. Þá tekur framkvæmdastjórinn ekki fram að bilið milli Íslands og Noregs er að minnka og Ísland er í raun að dragast aftur úr öðrum fiskveiðiþjóðum.

Framkvæmdastjórinn lætur að því liggja að helsti munurinn á íslenskum og norskum sjávarútvegi sé hin óslitna virðiskeðja hér á landi þegar grundvallarmunur er á öllum sviðum íslensks og norsks sjávarútvegs. Í Noregi eru virkar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að viðhalda byggð í norðurhluta landsins. Það er því beinlínis rangt og villandi að gefa í skyn að þar muni einungis því að fiskur fari á markað í Noregi en síður hér á landi. Þá ber einnig að skoða að verðmætasköpun í norskum sjávarútvegi hefur varið hraðvaxandi á undanförnum árum og eru norskar afurðir farnar að ógna markaðsstöðu íslenskra afurða víða á erlendum mörkuðum.

Sjálfstæðir framleiðendur, sem ekki fá afla af eigin skipum heldur kaupa sitt hráefni á fiskmörkuðum, gera langtíma afhendingarsamninga og standa við þá alveg jafnt og útgerðarvinnslur. Enn fremur er verð afurða frá sjálfstæðum framleiðendum á erlendum mörkuðum hið hæsta sem íslenskir framleiðendur fá. Þannig er verðmætasköpunin meiri hjá þeim sem kaupa á markaði en þeim sem njóta óslitinnar virðiskeðju.

Þá er allt tal um að óslitin virðiskeðja tryggi afhendingaröryggi til kaupenda og þar með hæsta afurðaverð á blekkingum byggt þar sem útgerðarvinnslur hafa ávallt hagað seglum eftir vindi hvað varðar sölu á erlendum mörkuðum og farið þar mikið eftir gengi gjaldmiðla. Þannig hættu flæstir íslenskir framleiðendur, jafnt þeir sem ráku útgerð og bjuggu yfir óslitinni virðiskeðju og aðrir, að selja inn á Bandaríkjamarkað á síðasta áratug síðustu aldar þegar þróun á gengi bandaríkjadals var óhagstæð gegnvart gengi evrópskra gjaldmiðla. Óslitin virðiskeðja breytti þar engu.

Ef hin óslitna virðiskeðja er slíkt fjöregg íslensks sjávarútvegs, sem framkvæmdastjóri SFS gefur til kynna, er eðlilegt að spyrja hvers vegna handhafar hinnar óslitnu virðiskeðju þurfa 20 prósentum lægra hráefnisverð en þeir sem kaupa sitt hráefni á fiskmörkuðum? Hví þurfa handhafar óslitnu virðiskeðjunnar að láta sjómenn niðurgreiða sinn hráefniskostnað?

Því fer fjarri að þjóðarhagsmunir séu tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju, sem stundum hefur verið nefnd sovésk eða marxísk, sem viðgengst í íslenskum sjávarútvegi. Sérhagsmunir stórútgerðarinnar eru hins vegar best tryggðir með hinu sovéska kerfi, sem ávallt þjónar betur sérhagsmunum en hagsmunum heildarinnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.24 442,99 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.24 474,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.24 297,36 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.24 176,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.24 165,99 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.24 178,96 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.24 271,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.24 138,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 422 kg
Steinbítur 101 kg
Keila 60 kg
Ýsa 8 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 593 kg
22.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 2.630 kg
Þorskur 639 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 3.321 kg
22.5.24 Freyja Dís ÞH 330 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
22.5.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 2.293 kg
Ýsa 1.149 kg
Skarkoli 186 kg
Steinbítur 80 kg
Langlúra 24 kg
Sandkoli 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 3.744 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.24 442,99 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.24 474,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.24 297,36 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.24 176,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.24 165,99 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.24 178,96 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.24 271,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.24 138,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 422 kg
Steinbítur 101 kg
Keila 60 kg
Ýsa 8 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 593 kg
22.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 2.630 kg
Þorskur 639 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 3.321 kg
22.5.24 Freyja Dís ÞH 330 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
22.5.24 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 2.293 kg
Ýsa 1.149 kg
Skarkoli 186 kg
Steinbítur 80 kg
Langlúra 24 kg
Sandkoli 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 3.744 kg

Skoða allar landanir »