Samdráttur í afkomu útgerða

Útgerðirnar standa vel þegar litið er til eiginfjárhlutfallsins.
Útgerðirnar standa vel þegar litið er til eiginfjárhlutfallsins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ebitda-hagnaður níu af stærstu útgerðum landsins dróst saman á milli ára í öllum tilvikum nema einu, samkvæmt samantekt ViðskiptaMoggans.

Lækkunin er á milli 6 og 41% eða um 15% að meðaltali hjá fyrirtækjunum níu. Lækkunin er svipuð og sem nemur styrkingu krónu á liðnu ári en hún nam 16%.

„Það kristallast í ársreikningum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna að afkoman í atvinnugreininni fer versnandi, einkum vegna styrkingar gengis krónu,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag að það hafi ekki farið að halla undan fæti í rekstrinum fyrr en á seinni hluta síðasta árs. Arðsemi eiginfjár hjá útgerðunum var meðaltali 16% hjá sjö fyrirtækjum af níu sem úttektin nær til.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.6.18 222,65 kr/kg
Þorskur, slægður 22.6.18 281,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.6.18 272,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.6.18 227,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.6.18 51,19 kr/kg
Ufsi, slægður 22.6.18 110,94 kr/kg
Djúpkarfi 19.6.18 93,00 kr/kg
Gullkarfi 22.6.18 59,99 kr/kg
Litli karfi 11.6.18 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.18 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.18 Hólmar SH-355 Handfæri
Þorskur 958 kg
Karfi / Gullkarfi 38 kg
Ufsi 21 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 1.019 kg
23.6.18 Sella GK-225 Handfæri
Þorskur 1.749 kg
Samtals 1.749 kg
23.6.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 5.531 kg
Ýsa 451 kg
Ufsi 161 kg
Langa 124 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 6.297 kg
23.6.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Karfi / Gullkarfi 171 kg
Hlýri 103 kg
Keila 25 kg
Samtals 299 kg

Skoða allar landanir »