Byggðastofnun hefði mátt vanda betur til verka

Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði.
Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi fyrir sunnanverða Vestfirði.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins sem birt hefur verið á vef Vesturbyggðar, en ráðið kom saman til fundar á mánudag. Segir í bókun ráðsins að það telji þó að eðlilegt hefði verið að þau sveitarfélög, sem hafa beina hagsmuni af uppbyggingu fiskeldis, hefðu átt fulltrúa í starfshópnum til að tryggja sanngjarna og bráðnauðsynlega umfjöllun um byggðamál.

„Jafnframt fagnar ráðið niðurstöðu hópsins sem leggur til að 85% af auðlindagjaldi sem lagt verður á greinina renni til uppbyggingar innviða á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fiskeldis,“ segir í bókuninni.

Betur hefði mátt vanda til verka

„Það er einnig fagnaðarefni að Byggðastofnun hafi farið í það verkefni að vinna skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis. Við teljum þó að betur hefði mátt vanda til verka og auðvelt hefði verið að koma með betri greiningu á stöðunni. 

Athugasemd er gerð við það að ekki var leitað eftir aðkomu sveitarfélagsins að neinu leyti við gerð skýrslunnar og ekki var óskað eftir því að skýrslan væri lesin yfir þrátt fyrir að ítrekað væri vísað í svör sveitarfélagsins við spurningum starfshóps ráðuneytisins um mótun stefnu í fiskeldi.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 18.2.18 221,49 kr/kg
Þorskur, slægður 18.2.18 262,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.2.18 231,51 kr/kg
Ýsa, slægð 18.2.18 203,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.2.18 60,74 kr/kg
Ufsi, slægður 18.2.18 115,92 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 18.2.18 171,57 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.2.18 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 1.162 kg
Samtals 1.162 kg
18.2.18 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 890 kg
Samtals 890 kg
18.2.18 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 23.015 kg
Ufsi 679 kg
Ýsa 307 kg
Karfi / Gullkarfi 192 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 24.219 kg
18.2.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Ýsa 4.154 kg
Þorskur 3.143 kg
Steinbítur 833 kg
Langa 68 kg
Samtals 8.198 kg

Skoða allar landanir »