Nokkuð kröftugur vöxtur sjávarútvegs á næsta ári

Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið undir ...
Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið undir væntingum, en sjómannaverkfallið í byrjun þessa árs leikur þar hlutverk. mbl.is/RAX

„Við sjáum fram á að framlag sjávarútvegs til útflutningsvaxtar verði neikvætt á þessu ári, en aftur á móti verður vöxtur sjávarútvegsins nokkuð kröftugur á næsta ári,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir hjá greiningardeild Arion banka í samtali við ViðskiptaMoggann, en hún fór yfir málið á kynningu undir yfirskriftinni Of gott til að vera satt, þegar hagspá bankans til ársins 2020 var kynnt í gær.

„Ef þú skoðar aflatölurnar og hvernig útflutningsverðmæti í sjávarútvegi hefur verið að þróast á fyrstu 10 mánuðum ársins þá hefur það verið undir væntingum og auðvitað spilar sjómannaverkfallið í upphafi árs eitthvað inn í,“ segir Erna.

Hún segir að þar sem aflatölur hafi verið undir væntingum, sé það vísbending um að kvóti hafi verið færður á milli fiskveiðiára. „Það útskýrir af hverju við erum að sjá þennan kröftuga vöxt á næsta ári. Einnig erum við að sjá kvótaaukningu í þorski sem spilar inn í.“

Ferðaþjónusta burðarás

Í kynningu Ernu kom fram að ferðaþjónustan yrði burðarásinn í útflutningsvexti þjóðarinnar á næsta ári og álútflutningur styddi við vöxtinn, en aukning yrði lítil. Þá mundi kísill leggja sitt lóð á vogarskálarnar ásamt sjávarútveginum. „Álverð hefur hækkað mjög skarpt að undanförnu, en við sjáum hóflegan vöxt þar á næsta ári. Hinsvegar göngum við út frá því að áætlanir um kísilver á Bakka gangi eftir, og það verði komin full afköst í verksmiðjunni um mitt næsta ár.“

Spurð um þátt gengisþróunar, segir Erna að erfitt sé að spá fyrir um gengið. „Við erum með töluverðan viðskiptaafgang, það er vaxtamunur við útlönd, hagkerfið er að vaxa hratt og lánshæfismat ríkisins hefur hækkað. Því teljum við ákveðið svigrúm fyrir krónuna til að styrkjast fram á næsta ár.“

Á hinn bóginn segir Erna að raungengi sé hátt, útlit sé fyrir hægari hagvöxt og aukið frelsi sé til staðar fyrir innlenda aðila til fjárfestinga erlendis. „Samvinna þessara þriggja þátta þýðir að við sjáum fyrir okkur að krónan geti veikst örlítið eftir því sem líður á spátímann, og það verður þá til þess að styðja útflutningsvöxtinn.“

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.2.18 236,45 kr/kg
Þorskur, slægður 22.2.18 269,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.2.18 245,55 kr/kg
Ýsa, slægð 22.2.18 239,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.2.18 54,09 kr/kg
Ufsi, slægður 22.2.18 91,40 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 22.2.18 210,01 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.18 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 411 kg
Samtals 411 kg
22.2.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Landbeitt lína
Þorskur 545 kg
Ýsa 276 kg
Steinbítur 269 kg
Samtals 1.090 kg
22.2.18 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Ýsa 300 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 572 kg
22.2.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Þorskur 2.316 kg
Skarkoli 157 kg
Ýsa 113 kg
Steinbítur 54 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 21 kg
Lúða 15 kg
Samtals 2.676 kg

Skoða allar landanir »