Breytt hegðun þorsks eftir veiðar

Landað í Grímsey.
Landað í Grímsey. mbl.is/Golli

Mikil aukning fiskveiða við strendur Íslands í upphafi 20. aldar hafði mikil áhrif á vistkerfi sjávar og fæðu þorsks, sem hafði þar áður staðið af sér miklar loftslagsbreytingar í hundruð ára.

Þetta eru niðurstöður líffræðilegra rannsókna við fornleifauppgröft í gömlum verstöðvum á Vestfjörðum, sem Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, hefur unnið að síðustu ár.

Mikið magn fiskbeina

Við uppgröftinn hefur fundist mikið magn fiskbeina, aðallega af þorski, og segir Guðbjörg að líffræðilegar rannsóknir á þessum efnivið gefi ómetanleg tækifæri til að skilja breytingar á vistkerfi sjávar og fiskistofnum. Kortleggja megi náttúrulegt, eða ósnert, vistkerfi sjávar og út frá því geta metið betur umhverfisáhrif í nútíma, til dæmis vegna veiða og loftslagsbreytinga.

Guðbjörg segir að í rannsókninni séu meðal annars athugaðar stöðugar efnasamsætur í beinunum, það er kolefni og nitur, til að bera saman fæðuvist fiska yfir ólík tímabil.

Guðbjörg Ásta í gamalli verstöð. Fiskbein sem þar hafa fundist …
Guðbjörg Ásta í gamalli verstöð. Fiskbein sem þar hafa fundist geyma ýmsan fróðleik um fyrri tíma.

Nitur sýnir stöðu dýrsins

Með athugun á nitri segir Guðbjörg að hægt sé að meta stöðu viðkomandi dýrs í fæðukeðjunni. Magn kolefnis gefi þá til kynna hvar fiskurinn hafi aflað fæðu sinnar, til dæmis úti á rúmsjó eða nær landi.

„Meginhugmyndin með athugunum á þessum efnasamsætum er að athuga hvort breytingar verði á þeim í tengslum við breytingar á hitastigi sjávar, sem byrja að verða á 15. og 16. öld. Hins vegar höfum við áhuga á að sjá hvort veiðar hafi áhrif á fæðukeðjuna, en það er vitað að við upphaf veiða eru það yfirleitt stærstu einstaklingarnir sem eru fjarlægðir úr vistkerfinu,“ segir Guðbjörg og tekur dæmi:

„Hjá okkur á Íslandi hófust umfangsmiklar fiskveiðar á 19. öld, sem getur haft þau áhrif að fæðukeðjan styttist. Stærsti fiskurinn er alltaf tekinn út og því verður minni munur á fæðuvist ólíkra fiskitegunda.“

Guðbjörg tekur fram að um frumniðurstöður rannsóknarinnar sé að ræða, enda sé skammt síðan hún hafi fengið gögnin í hendurnar.

Mikil röskun eftir árið 1500

„Þær staðfesta þó það sem við spáðum fyrir um, það er að við upphaf „litlu ísaldar“, eða eftir árið 1500, þá sjáum við mikla röskun í kolefnasamsætunum. Og það gefur eitt af þrennu til kynna,“ segir Guðbjörg og heldur áfram:

„Annaðhvort eru þetta breytingar á frumframleiðslu í sjónum, á fæðuvist fiskanna, eða breytingar á vaxtarhraða þeirra. Allt er þetta eitthvað sem maður býst við þegar sjórinn kólnar, og við sjáum þetta á öllum tegundum sem við erum að skoða.“

Bætir hún við að sér hafi fundist áhugavert að á þessum tíma kólnunar virðist sem lúða, karfi og steinbítur hafi farið að éta neðar í fæðukeðjunni.

Héldu stöðu sinni í fjölda ára

„Þorskurinn hins vegar, og ýsan, halda sinni stöðu í fæðukeðjunni í gegnum hundruð ára, þangað til í kringum 1900. Þá sjáum við mjög skarpa breytingu í fæðuvist þorsks, bæði eru vísbendingar um að þeir séu að éta neðar í fæðukeðjunni og eins virðist sem meiri breidd sé í fæðuvistinni, það er þeir borða fjölbreyttari fæðu eða þurfa að sækja hana í fleiri svæði með ólík hitastig.“

Hún segir að ekki sé auðvelt að benda á neinn orsakavald í þessu samhengi, annan en fiskveiðar.

„Við erum í raun og veru að sjá, við upphaf 20. aldarinnar, breytingu á fæðuvist þessara fimm fisktegunda, sem eru í samræmi við það sem maður býst við með auknum veiðum.“

Nánar er rætt við Guðbjörgu í Morgunblaðinu sem út kom föstudaginn 24. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »